Emstrur vefsíðugerð - Margra ára reynsla - Stöðug aukning

Emstrur vefsíðugerð hefur starfað frá 2005

Vefsíðufyrirtækið Emstrur var stofnað árið 2005 og hefur frá þeim tíma sett upp vefsíður fyrir margs konar starfsemi fyrir einstaklinga, félög, stofnanir og fyrirtæki.  Sjávarútvegsfyrirtæki, ferðamálafyrirtæki með gistingu, félagasamtök, listamenn, hönnuði, lækna,  ferðaskrifstofur á alþjóðlegum markaði, innflutningsfyrirtæki, sérfræðinga, ferðaþjónustufyrirtæki, félög, fasteignafélög, verðbréfafyrirtæki, fjármálafyrirtæki, framleiðslufyrirtæki, fasteignasölur, verslanir, verktaka, samstarfsverkefni, laxveiðiá, tónlistarmenn, skóla, rannsóknastofnanir, sveitarfélög og söfn svo dæmi séu nefnd.  Allt aðilar hafa átt það sameiginlegt að þurfa að gæta hagkvæmni í uppsetningu og rekstri heimasíðu og þar að auki þurft að hafa óheftan og greiðan aðgang að uppfærslu vefsíðunnar.

Fjölbreytni hjá okkar viðskiptavinum

Emstrur hafa gegnum árin bæði sett upp einfaldar heimasíður fyrir einstaklinga og flóknar upplýsinga- og samskiptasíður fyrir félög, stofnanir og fyrirtæki -og allt þar á milli. Kröfurnar eru mismunandi og hlutverk heimasíðunnar mismunandi hjá hverjum og einum. Sem dæmi má nefna einfalda heimasíðu sem kynnir gistingu í einu húsi. Á hinn bóginn má nefna viðamikla samskipta- og sölusíðu sem er með umfangsmiklum upplýsingum um vörur og jafnvel verslunarkerfi. Einnig vefsíður með margs konar samskiptamáta eins og facebook hnöppum, fréttabréfum, póstlistum og bloggkerfum. Í okkar heimasíðugerð með Drupal eru fáar hindranir á framsetningu og uppbyggingu heimasíðunnar.  Megin atriðið er að heimasíðan er óaðskiljanlegur hluti af rekstri fyrirtækisins eða félagsins.

Áhersla á vandaða kóðun

Emstrur er vefsíðufyrirtæki sem hefur frá upphafi lagt áherslu á einfalda en athyglisverða útlitshönnun, rétta HTML5 kóðun og CSS3 stýringu í samræmi við alþjóðlega staðla og reglur. Enda er þessi forritun lykilatriði þegar kemur að gengi og möguleikum sérhverrar vefsíðu gagnvart leitarvélum. Ef hönnun, forritun og uppsetning er ekki í lagi á vefsíðan litla möguleika á netinu og leitarvélum vilja lítið við hana kannast.  Þess vegna hefur uppbygging fyrir leitarvélavænar síður verið okkar aðalsmerki frá upphafi.

Vefsíðugerð og Drupal

Til þess að breikka möguleika viðskiptavina okkar hafa Emstrur boðið Drupal vefssíður frá árinu 2008.  Ástæðurnar eru ítarlega raktar hér á heimasíðunni og lúta allar að þjónustu við viðskiptavini okkar og uppfærslu á möguleikum þeirra á veraldarvefnum.  Vefsíður sem er settar upp í Drupal frjálsa hugbúnaðinum með öflugu vefumsjónarkerfi og algerlega gjaldfrjáls þegar uppsetningu er lokið. Í okkar uppsetningu og frágangi í Drupal fara saman vönduð kóðun, miklir möguleikar, uppsetning fyrir leitarvélar, ókeypis vefumsjónarkerfi og kraftmiklar vefsíður. Emstrur og Drupal vinna saman að heildstæðri lausn fyrir þig og þínar þarfir.

Komdu með í hóp þeirra fjölmörgu sem nýta sér sérþekkingu okkar á hinu öfluga og notendavæna vefumsjónarkerfi frá Drupal.