Leitarvélar og leitarvélabestun

Leitarvélar – öflugasta markaðssetning nútímans

Leitarvélar eru án nokkurs vafa langöflugasta markaðssetningartæki samtímans. Ef þú ætlar að koma þér á framfæri með vöru eða þjónustu er vefsíða og stilling fyrir leitarvélar algjört grundvallaratriði. Ástæðan er sú að leitarvélar skapa þér áður óþekkta útbreiðslumöguleika og geta þar að auki leitt þig beint í fangið á markhópnum án þess að vera að blanda öðrum áhugalausum einstaklingum sérstaklega inn í málið. Með vefsíðu og leitarvéla að vopni lætur þú markhópinn finna þig. Vefsíðan er þungamiðjan í allri nútíma markaðssetningu og er mun þýðingarmeiri en samfélagsmiðlar og samskiptasíður.  Slíkar síður geta aðeins virkað sem stuðningur við þína eigin vefsíðu.

Leitarvélar, kóði og árangur

Til að allt virki þarf forritunarkóðinn og CSS útlitsstýringin á vefsíðunni þinni að vera þannig að leitarvélarnar skilji vefsíðuna. Ef allt er morandi í villum myndast hindranir þegar leitarvélar fara yfir vefinn og þá fara þær í fýlu og raðar síðunni þinni eins aftarlega og hún kemst. Ef þú vilt að vefsíðan þín sé samkeppnishæf á netinu þarftu að stilla hann frá byrjun á forritunar- og hönnunarstigi. Engar aðrar skyndilausnir eða hókus pókus aðferðir eru til þegar kemur að leitarvélum.

Ekki gera eitthvað þegar kemur að stillingu fyrir leitarvélar

Stilling fyrir leitarvélar verður að hefjast á fyrstu stigum vefsíðugerðar og flétta saman við forritun, útlit og leiðakerfi. Aðeins með réttri og villulausri uppbyggingu HTML kóðans og vandaðri CSS stillingu öðlast vefsíðan möguleika og getu til að keppa við aðrar vefsíður um athygli leitarvéla.  Ef allt þetta er rétt getur þú hafið samkeppni um athygli leitarvéla.

Leitarvélar og aðrar auglýsingar - ekki kasta peningum á glæ!

Ef þú ert t.d. að selja gistingu eru yfirgnæfandi líkur á að fólk sem er að leita að gistingu á Google, Yahoo eða Bing finni þig ef allt er rétt gert og allar stillingar í lagi. Með því að nota leitarvélar getur þú verið viss um að fólk sem leitar að gistingu mun finna þig. Ef þú á hinn bóginn auglýsir t.d. í blaði eða tímariti er eins víst að aðeins örlítill hópur þeirra sem sér auglýsinguna þann daginn sé að leita að gistingu. Notaðu vefinn til að ná beint til kúnnans, ekki kasta peningum á glæ. Vefsíðan virkar og vinnur fyrir þig allan sólahringinn allt árið og finnur þá sem leita að þér.

Leitarvélabestun – SEO

Ef þú gætir þess að hafa kóðann í lagi getur þú snúið þér að öðrum þáttum leitarvélabestunar eða því sem á fagmáli er kallað SEO, „search engine optimization“. Í seinni tíð hafa þessar stillingar orðið að umsvifamikilli atvinnugrein sem sýnir mikilvægi leitarvéla í samfélagi nútímans. Það sama á við hér eins og í svo mörgu að meðan þú hefur ekki þekkingu á fyrirbærinu þá virðist það flókið. SEO eða leitarvélabestun er hins vegar ekki flókin þegar þú hefur þekkinguna. Fyrir utan að skila vönduðum kóða og vandaðri CSS stillingu leggja Emstur metnað í að stilla vefsíðurnar þannig að þær nái árangri í leitarvélum.

Árangur okkar í keppni við þá bestu

Til að undirstrika árangur okkar má benda á að mesta þekking á leitarvélabestun liggur fyrst og fremst hjá vefsíðufyrirtækjunum. Leitarvélabestun er þeirra fag og þar er samkeppnin eðlilega langsamlega hörðust um að komast efst þegar leitarvélarnar raða árangri leitarorða. Emstrur hafa núna um meira en fjögurra ára skeið oftast verið efst allra vefsíðufyrirtækja í leitarorðum eins og vefsíðugerð, vefhönnun, vefsíðuhönnun og heimasíðugerð. Það er góður mælikvarði til að meta þekkingu á þessu sviði.  Einnig hafa flestar okkar vefsíður gengið mjög vel í leitarvélum.

Árangur vefsíðu í leitarvélum er ekki tilviljun

Allar vefsíður frá Emstrum eru settar upp í vönduðum HTML og CSS kóða og eru því sérlega leitarvélavænar.  Eftir uppsetningu fylgjum við uppsetningu eftir með upplýsingum sem við sendum á leitarvélar enda er árangur vefsíðu á netinu ekki háð tilviljunum.

Láttu leitarvélarnar sækja viðskiptavinina. Taktu leitarvélar í þína þjónustu við markaðssetningu. Láttu viðskiptavinina finna þig hvar sem þeir búa og hvar sem þeir eru.