Vefumsjón og vefumsjónarkerfi

Hvað er vefumsjón og vefumsjónarkerfi?

Með vefumsjónarkerfi sem almennt á tölvumáli kallast CMS, eða „content management system“, er átt við stjórnkerfi sem fylgir nútíma vefsíðum og gerir notandanum kleift að stjórna efni og inntaki vefsíðunnar. Til þess að komast að stjórnkerfinu þarf vefstjórinn að skrá sig inn með lykilorði og aðgangsorði. Þegar hann er innskráður opnast nýtt leiðakerfi sem heimilar breytingar á inntaki vefsíðunnar.

Hverju er hægt að breyta?

Hvernig á að laga og breyta texta á Drupal vefsíðu?  Vefstjóri með full réttindi getur gert allar þær breytingar sem kerfið leyfir. Bæði á kerfinu sjálfu, uppsetningu og efni vefsíðunnar. T.d. getur hann stjórnað bloggi, spjallrásum, fréttum og innsetningu mynda ásamt því að stýra aðgangi. Vefstjórinn ákveður einnig hvernig aðgangur er settur upp. Hver fær aðgang að hverju og hver fær leyfi til að taka þátt spjallrásum og hver fær leyfi til að gera athugsemdir, svo dæmi séu nefnd. Vefstjóri getur líka sett inn efni eins og texta, myndir, hreyfimyndir, töflur, auglýsingar og allt annað efni sem er á vefsíðunni.

Umsjón með inntaki

Flestir sem ætla sér að sjá um vefsíðuna sjálfir vilja hafa frelsi til að breyta texta, skrifa fréttir, breyta myndum, setja inn atburði í atburðadagatal og stýra spjallþráðum. Með Drupal vefumsjónarkerfinu er allt þetta mjög auðvelt og krefst ekki annars en venjulegrar tölvukunnáttu.  Með aðgangsstýringarkerfinu og vefumsjónarkerfinu er hægt að setja upp heimildir og skilgreiningar sem auðvelda eigendum vefsíðunnar að ákveða hverjir sjá um efnisinnsetningu.  Hjá fyrirtækjum er t.d. auðvelt að skilgreina hlutverk sem starfsmanni er gefið til að sjá eingöngu um vörulistann og breytingar öllu tengdum vöruúrvali.  Hjá félögum er t.d. hægt að gefa ákveðnum félagsmönnum heimildir til að sjá um fréttir eða setja inn á atburðadagatalið.

Geta allir lært að hafa umsjón með Drupal vefsíðu?

Flestir sem ætla sér að sjá um vefsíðuna sjálfir vilja hafa frelsi til að breyta texta, skrifa fréttir, breyta myndum, setja inn atburði í atburðadagatal og stýra spjallþráðum. Með Drupal vefumsjónarkerfinu er allt þetta mjög auðvelt og krefst ekki annars en venjulegrar tölvukunnáttu. Auðvelt er að læra á og kenna starfsmönnum á vefumsjónarkerfið sem er sérlega notendavænt og öflugt. Aðgangskerfið sem skilgreinir hver hefur aðgang að hverju er einnig einfalt í uppsetningu og viðhaldi. Heimasíðugerð sem allir hafa gagn af.