Drupal getur leyst bæði einföld og flókin vefsíðuverkefni

Það eru engar ýkjur þegar möguleikum í Drupal vefumsjónarkerfinu er lýst sem óendanlegum.   Í því felst að nánast allt sem hægt er að gera á vefsíðu, allt sem hægt er að setja inn og sýna á vefsíðu er hægt að gera í Drupal.  Sem dæmi má nefna að tvær af mest sóttu vefsíðum hér á landi, vefur Háskóla Íslands og vefur Ríkisútvarpsins, eru báðar settar upp í Drupal vefumsjónarkerfinu.   Þá er fjöldi einfaldari og umfangsminni vefsíðna einnig sett upp í Drupal.  Það sem allar Drupal vefsíður eiga hins vegar sameiginlegt er að þær eru byggðar á nákvæmlega sama grunni.

Hvað þýðir að margs konar möguleikar séu fyrir hendi?

Á öðrum stað hér á vefsíðunni fjöllum við um hugtakið einföld vefsíða.  Það er vefsíða sem hefur ákveðið útlit, er með lógó og heiti í toppi, leiðarkerfi í borða undir toppi, meginefni og einn eða tvo dálka og upplýsingar í fæti.  Í leiðarkerfinu eru fimm til átta tenglar.  Um leið og við stækkum vefsíðuna umfram þessa skilgreiningu erum við komin með stærri og umfangsmeiri vefsíðu.  T.d. er hægt að bæta við fréttum sem eru sýndar undir ákveðnum tengli eða á forsíðu, eins og oft er gert.  Einnig er hægt að bæta við viðburðadagatali og lista með viðburðum sem eru á döfinni.  Stundum er þörf fyrir skrár eins og félagatal eða vörulista eða form til að taka á móti umsóknum eða bókunum.  Margir í ferðaiðnaði hafa þörf fyrir bókunarkerfi og enn aðrir vilja setja upp verslunarvef með greiðslugátt.  Allt eru þetta atriði sem færa vefsíðuna frá því að vera einföld yfir í að vera yfirgripsmikil.  Ekki endilega sérstaklega flókin en stærri og yfirgripsmeiri.  Allar þessar viðbætur eru fyrir hendi í Drupal ásamt mörgum öðrum möguleikum og útfærslum. 

Algengir möguleikar og þarfir sem fólk hefur varðandi vefsíður

 Í dálkunum hérna sitt hvoru megin eru taldir upp margir áhugaverðir möguleikar sem hægt er að setja inn á vefsíðu.  Þetta eru möguleikar sem fjöldi einstaklinga og fyrirtækja hefur þörf fyrir og oft eru settir inn á vefsíður. Þessir möguleikar eru áhugaverðir fyrir marga en engan vegin tæmandi.  Í dag eru t.d. margir sem vilja með einum eða öðrum hætti tengja vefsíðuna við samfélagsmiðla eins og Facebook eða Twitter. Slíkar tengingar eru frekar einfaldar í Drupal vefumsjónarkerfinu.  Einnig eru til margs konar aðrar þarfir eins og til dæmis útlitstengdir möguleikar í takt við „slideshow“ og tilbreytingar í leiðakerfi.  Oft á tíðum er frágangur á slíkum valkostum ákaflega tímafrekur og getur kostað mun meira að framkvæma en að setja upp einfalda grunn vefsíðu.  En með því að setja vefsíðuna upp í Drupal vefumsjónarkerfinu er alltaf hægt að byrja smátt og stækka vefsíðuna og möguleikana eftir því sem starfsemin stækkar.

Þrjár ástæður fyrir því að byrja smátt og stækka.

Þegar þú ákveður að setja upp vefsíðu er þýðingarmikið að spenna bogann ekki of hátt og ætla sér ekki um of.  Besta leiðin er að byrja með ákveðið lágmark og setja vefsíðuna út á netið.  Klára ákveðið lágmark þannig að vefsíðan líti út fyrir að vera fullkláruð vefsíða.  Fyrir þessu eru þrjár ástæður. 

  • Í fyrsta lagi er vinna að taka saman efni.  Vinna sem snýst um að skrifa texta, taka saman upplýsingar, finna myndir og skilgreina leiðarkerfið.  Betra er að taka saman ákveðið lágmark fremur en að spenna bogann svo hátt að efnisöflun ljúki aldrei alveg og vefsíðan fari aldrei upp, sem er því miður ótrúlega algengt. 
  • Í öðru lagi er mikilvægt fyrir leitarvélar að alltaf sé hreyfing á vefsíðunni með einhverjum hætti.  Með því að setja upp ákveðið lágmark áttu alltaf eitthvað uppi í erminni til að setja á síðuna eftir að hún er komin út á netið.  Slíkar viðbætur eru alltaf gagnlegar og áhugaverðar fyrir leitarvélar og eru eingöngu til gagns.  T.d. að bæta við nýjum síðum inn á vefsíðuna með nýjum tenglum, bæta við frétt eða bæta við atburði. 
  • Í þriðja lagi er betra að eyða minna í uppsetningu og byrja með síðu sem alltaf er hægt að stækka heldur en að byrja með stóra og umfangsmikla síðu þar sem „allt“ er komið inn.  En lögmál vefsíðunnar er nú einu sinni með þeim hætta að aldrei verður allt efni komið inn. Það er alltaf pláss fyrir meira efni.