Opinberir aðilar og Drupal fyrir vefsíðugerð

Drupal fer saman við kröfuna um sparnað

Í dag er krafan um lækkun kostnaðar og hagkvæmni áberandi þegar kemur að hvers konar útgjöldum, ekki síst útgjöldum ríkis og sveitarfélaga.  Á öllum sviðum þarf að finna leiðir til að lækka reksturskostnað opinberra aðila.  Þess vegna hefur opinn hugbúnaður eins og Drupal orðið mun meira áberandi og útbreiddari þegar kemur að veflausnum .  Hugbúnaður sem er ókeypis, auðveldur í notkun, er hlaðinn möguleikum og þar að auki uppfærður reglulega.  Drupal verður þar af leiðandi æ oftar fyrir valinu þegar verið er að velja hugbúnað fyrir stofnanir og sveitarfélög.  

Með Drupal hættir þú að vera háður hugbúnaðarfyrirtækinu

Á UT vefnum, vefsíðu um upplýsingatækni, er að finna frásögn vefstjóra Háskóla Ísalands af því þegar Drupal kerfið var valið fyrir skólann.  Þar segir m.a. „Eftir langt og mikið könnunarferli þar sem farið var yfir vel á annan tug vefkerfa þá voru tvö kerfi eftir. Drupal og Eplica frá Hugsmiðjunni. Það sem réði ákvörðuninni var ekki munur á milli kerfanna, þau voru metin mjög áþekk að gæðum heldur var tekin ákvörðun um að HÍ þyrfti að vera fært um að stjórna alfarið sjálfur hvernig og í hvað kerfið yrði notað. Við vildum sem sagt vera sjálfum okkur nóg og einráð um hvað yrði gert og hvernig.“  Það sem var ofaná var þörfin fyrir að vera engum háður og vera sinn eigin herra þegar koma að stjórnun vefsíðunnar.

Auðveldar vefstjóranum að ná fullu valdi á vefumsjón

Margar ríkisstofnanir og mörg sveitarfélög hafa starfsfólk sem starfar við vefumsjón að hluta eða jafnvel í fullu starfi og sér þar af leiðandi alveg um vefsíðuna.  Fólk sem sér um að uppfæra upplýsingar, setja inn nýtt efni, brydda upp á nýungum, setja inn myndir, skipuleggja gögn sem hægt er að sækja á vefsíðuna og þannig mætti lengi telja.  Fólk sem vinnur við að koma upplýsingum  á framfæri til þess að auka skilvirkni og gagnsæi stofnana.  Gera verður þá lágmarkskröfu til kerfisins að það sé auðvelt í notkun og tjaldi einfaldleika og afkastagetu hvort sem um er að ræða textainnsetningu, skipulag á gögnum eða innsetningu á myndum og video.  Með Drupal vefumsjónarkerfinu eru möguleikar vefstjórans til að ná fullu valdi yfir öllum þáttum vefsíðunnar  ekki aðeins miklir heldur einnig auðveldir.

Auðvelt fyrir vefstjóra að taka næsta skref

Fyrir utan vefumsjónarkerfið er frekar auðvelt þegar vefstjóri fer að starfa við vefsíðuna að læra að takast á við hina ýmsu kerfisþætti.  Smám saman er hægt að læra betur á kerfið, eins og að uppfæra kerfiseiningar, bæta við möguleikum, stilla kerfishluta, uppfæra kerfið sjálft o.s.frv.   Þetta gerir stofnuninni og sveitarfélaginu kleift að verða mun sjálfstæðari í allri sinni vefsíðuvinnu og hafa mun betri stjórn á útgjöldum.

Nú þegar starfa tugir einstaklinga við innsetningu í Drupal

Útbreiðsla Drupal vefumsjónarkerfisins gerir það að verkum að stöðugt fleiri einstaklingar starfa við efnisinnsetningu í Drupal opna vefumsjónarkerfinu.  Sem dæmi má nefna að nokkrir tugir einstaklinga starfa við innsetningu efnis í hinum ýmsu deildum Háskóla Íslands.   Um þessar mundir vinna Emstrur vefsíðugerð með ríkisstofnun og nokkrum sveitarfélögum að uppsetningu á nýjum vefsíðum í Drupal vefumsjónarkerfinu.  Vefsíðum sem er ætlað yfirgripsmikið hlutverk í að miðla og hafa samskipti við almenning.  Möguleikarnir eru miklir í framsetningu efnis og ekki síst í rekstrarsparnaði.

Vefsíður fyrir ýmsa opinbera aðila

Nokkur dæmi tekin af handahófi úr safni vefsíðan sem Emstrur vefsíðugerð hafa unnið og sett upp fyrir opinbera aðila.

  • Vefsíða Reykjavíkurborgar
  • Þjóðskjalasafn Íslands
  • Leik- og grunnskóli Hvalfjarðarsveitar
  • Hvalfjarðarsveit
  • Vísindasiðanefnd
  • Rangárþing ytra
  • Myndlistaskólinn í Reykjavík
  • Starfsendurhæfing Hafnarfjarðar
  • Geohermal Research Group