Einstaklingar og Drupal opinn hugbúnaður fyrir vefsíðugerð

Hvers vegna ætti einstaklingur að leggja út í þá fjárfestingu og fyrirhöfn að setja upp vefsíðu?  Mörgum finnst skiljanlegt að fyrirtæki, félög og stofnanir setji upp vefsíðu til að kynna starfsemina og koma upplýsingum á framfæri en ekki er alltaf augljóst hvers vegna vefsíða hentar einstaklingi.  Tilfellið er hins vegar að mjög margar ástæður geta verið fyrir því að einstaklingur ákveður að setja upp vefsíðu.  T.d. hafa Emstrur vefsíðugerð sett upp margar heimasíður fyrir listamenn, rithöfunda, myndlistamenn og fræðimenn svo að dæmi séu nefnd.  Einnig höfum við sett upp heimasíður fyrir margs konar starfsemi einyrkja sem búa yfir fjölbreyttri þekkingu  og bjóða fram þjónustu og þekkingu sem þeir vilja koma á framfæri. Einstaklingar sem veita ráðgjöf, kenna námskeið og halda fyrirlestra.

Útfærsla á lífsstíl og krydd í afkomuna

Flestir einstaklingar sem finna hjá sér þörf á að setja upp vefsíðu hafa eitthvað fram að færa.  Sumir vilja koma skoðunum á framfæri um málefni líðandi stundar eða einhver afmörkuð hugðarefni eða afþreyingu.   Fólk sem vill setja fram skoðanir og  getur hugsað sér að vera með spjallþræði eða blogg á vefsíðu sem aðrir fá aðgang að og geta gert athugasemdir.  Skoðanir sem þurfa ekki endilega að vera af pólitískum toga heldur geta það líka verið skoðanir sem fjalla um listir, hönnun, fræðimennsku, fjölskyldumál, ættfræði eða ýmislegt annað áhugavert.  Þannig getur vefsíðan verið hluti af lífsstíl og skoðunum.  Aðrir hafa hins vegar þann ásetning að freista þess með einum eða öðrum hætti að láta vefsíðuna afla tekna og skapa sér þannig lífsviðurværi. Vefsíðan er hluti af atvinnustarfsemi og er sett upp í því augnamiði að kynna vöru eð þjónustu og getur þannig verið hluti af atvinnustarfsemi eða afkomu.

Er flókið mál eða kostnaðarsamt að setja upp vefsíðu?

Þróun undanfarna ára varðandi vefsíður og vefsíðugerð er með þeim hætti að vefsíða er auðveldlega innan seilingar fyrir hvern sem er.  Margir láta að nægja að skrá sig á facebook og setja upp persónulega síðu, búa til bloggsíðu á google eða  puða við litla vefsíðu í WordPress,  Joomla eða einhverju litlu aðgengilegu forriti.  Aðrir vilja setja upp alvöru vefsíðu.  Sérstaklega ef vefsíðan er sett upp með langtímamarkmið í huga og í því augnamiði að láta vefsíðuna ganga vel í leitarvélum. Í slíkum tilfellum er ákjósanlegt að setja vefsíðuna upp í öflugum vefumjónarkerfum og Drupal. Einkum og sér í lagi ef þú reiknar með að starfsemin sem vefsíðan á að kynna komi til með að stækka og dafna og hafi möguleika á að verða varanleg atvinnustarfsemi. Ef þú ert að velta fyrir þér uppsetningu á vefsíðu með einhvers konar langtímamarkmið og rekstur í huga ættir þú að skoða Drupal vandlega og af mikilli alvöru. T.d. að skoða uppsetningu á einfaldiri, en öflugri Drupal vefsíðu sem hægt er að stækka og útfæra samhliða stækkun starfseminnar.

Vefsíður fyrir einstaklinga

Nokkur dæmi tekin af handahófi úr safni vefsíðan sem Emstrur vefsíðugerð hafa unnið og sett upp fyrir einstaklinga.

 • R.M. Ráðgjöf
 • Themis lögmenn
 • Lýtalæknar
 • Miðstöð sálfræðinga
 • Færseth - Fjölskylduvefsíða
 • Arna Guðmundsdóttir
 • Hörður Torfa
 • sérsmíði
 • Hljómblik
 • Sigtryggur Bjarni Baldvinsson listmálari
 • Sólveig Aðalsteinsdóttir
 • Þóra Sigurðardóttir