Fyrirtæki og Drupal opinn hugbúnaður fyrir vefsíðugerð

Í dag er varla hægt að hugsa sér fyrirtæki sem býður fram vöru eða þjónustu sem ekki er með vefsíðu.  En þrátt fyrir víðtæka útbreiðslu þekkingar um mikilvægi vefsíðunnar í markaðssetningu og kynningu fyrirtækja í nútíma samfélagi eru ótrúlega mörg fyrirtæki sem ekki eru með vefsíðu.  Einnig er eftirtektarvert hversu mörg fyrirtæki vanrækja veraldarvefinn og leggja traust sitt á löngu úteltar og oft á tíðum ákaflega illa hannaðar og illa skipulagðar vefsíður. Þegar horft er til þeirra möguleika í kynningu og markaðssetningu sem felast í veraldarvefnum ásamt ýmiss konar tengingu vefsíðunnar við samfélagsvefi, er stundum einkennilegt að sjá hvernig fyrirtæki hafa sjálf sett sig í þá stöðu að dragast afturúr og láta þar við sitja.

Vefsíðan hjálpar fyrirtækinu að koma sér á framfæri?

Ef þú ert með fyrirtæki sem einyrki eða framkvæmdastjóri í stóru fyrirtæki, ætti vefsíða sem er bæði í lagi og virkar að vera forgangsatriði og hluti af daglegri umsýslu fyrirtækisins.  Í dag byrjar öll leit fólks að vöru eða þjónustu í leitarvél.  Gildir þá einu hvort verið er að leita að tegund vöru og þjónustu eða að tilteknu fyrirtæki.  Allt er googlað.  Veraldarvefurinn er fyrsti áfangastaður þeirra sem leita og leitarvélin er tækið sem þeir nota til að finna.  Þess vegna er ákaflega mikilvægt að vera með vefsíðu sem klifrar hátt í leitarvélum og hefur metnað og getu til að ýta öðrum vefsíðum niður fyrir sig í röðinni.  Þar vilt þú vera með þína vefsíðu þegar einhver leitar að því sem þú hefur fram að færa.  Þeir sem ekki eru með í þessum leik dragast fljótlega afturúr.  Í dag dettur fáum í hug að ekki þurfi að gera annað en að skrá sig í prentuðu símaskránna eingöngu, þegar þeir setja upp fyrirtæki. 

Vefsíðan er andlit fyrirtækisins

Snyrtileg og smekklega hönnuð vefsíða með öllum upplýsingum um þína vöru eða þjónustu er góð fyrsta kynning á hvaða fyrirtæki sem er. Slík vefsíða skilar trúverðugleika gegnum veraldarvefinn þegar mögulegur viðskiptavinur rambar á síðuna þína.  Ef allar upplýsingar eru skipulega og skilmerkilega fram settar er líklegt að þér takist að grípa athygli gestanna og fá þá til að taka næsta skref. Gegnum þetta ferli, heimsókn á veraldarvefinn, leit í leitarvél og upplýsingar á þinni vefsíðu rata gestir inn í viðskipti til þín. 

Heimsókn á vefsíðu og viðskipti

En hvert er svo þetta „næsta skref“ þegar gesturinn er kominn á vefsíðuna þína eftir ferðalag sitt gegnum veraldarvefinn og leitarvélar?  Næsta skref er að gesturinn fái það á tilfinninguna á réttmætum forsendum að fyrirtæki þitt geti leyst verkefni eða vandamál sem hann er með. Eða þá að fyrirtækið sé með búnað, tæki eða vöru sem hann hefur þörf fyrir.  Þegar allt þetta gengur upp hefur hann samband gegnum síma eða tölvupóst eða gerir sér ferð á staðinn til að skoða vöruna eða kaupa.  Með þessum hætti nýtist góð vefsíða til að laða viðskiptavini að þínu fyrirtæki.

Hverjir eru kosti Drupal vefsíðu frá Emstrum vefsíðugerð?

Ef þú ert að hugsa um vefsíðu fyrir þitt fyrirtæki ættir þú að hugsa alvarlega um þann valkost að setja upp Drupal vefsíðu.  Í dag er vefsíðan mikilvægur þáttur í rekstri allra fyrirtækja.  Ekki nægir lengur að líta á vefsíðuna sem „illa nauðsyn“ sem einhver ungur frændi eða frænka með lágmarksþekkingu á forritun eða smávægilega þekkingu á vefsíðugerð getur hent upp.  Vefsíða þarf að uppfylla margs konar skilyrði til þess að teljast gjaldgeng sem raunverulegt andlit fyrirtækisins.  Vefsíðan þarf að kunna að dansa við leitarvélar, vera gjaldgeng í öllum vöfrum, skilja í hvaða tæki hún er og geta laðað til þín viðskiptavini með áhugaverðum hætti. 

Vefsíður fyrir fyrirtæki

Nokkur dæmi tekin af handahófi úr safni vefsíðan sem Emstrur vefsíðugerð hafa unnið og sett upp fyrir einstaklinga.

 • Á Guðmundsson
 • Framtak Blossi
 • Danfoss hf.
 • Isuzu - Bifreiðar & landbúnaðarvélar
 • Fjölsmiðjan
 • Atelier arkitektar
 • Biopol sjávartæknisetur
 • PH Lífsstíll
 • Northwear
 • Atvinnuhús
 • Ráðum atvinnustofa
 • Hólmadrangur
 • Nýr Norðurturn
 • Fagverk verktakar
 • Sjávarútvegssráðstefnan