Hvernig á að reikna kostnað við vefsíðu?

Kostnaður við vefsíðu?

Þegar þú tekur ákvörðun um uppsetningu á vefsíðu er kostnaður eðlilega mikilvægur þáttur. Það er að segja verðið sem þú greiðir fyrir vefsíðuna. Þessum kostnaði má skipta í tvennt. Annars vegar uppsetningu og frágang vefsíðunnar út á netið og hins vegar kostnaður sem fellur á vefsíðuna eftir að hún er komin út á netið.   Eða með öðrum orðum stofnkostnaður og rekstrarkostnaður.  Það er mjög mikilvægt að þú gerir þér glöggva grein fyrir báðum þessum kostnaðarþáttum enda getur það sparað þér töluverða fjármuni til lengri tíma.  Það sem þarf að skoða og bera saman er uppsetning án mánaðargjalds fyrir leigu á hugbúnaði og uppsetningu með mánaðargjaldi. Þ.e.a.s. mánaðargjald fyrir leigu á hugbúnaði sem keyrir vefsíðuna. Mánaðargjald sem er óháð hýsingu.

Stofnkostnaður og rekstarkostnaður á 4 árum

Með því að skoða báða þessa þætti og bera þá saman getur vefsíða sem kostar kr. 145.000 í uppsetningu án mánaðargjalds verið mun ódýrari en vefsíða sem kostar t.d. kr. 69.000 í uppsetningu og kr. 7.000 á mánuði til viðbótar. Eftir 4 ár kostar vefsíðan sem upphaflega kostaði kr. 145.000 ennþá kr. 145.000. Vefsíða sem kostaði kr. 69.000 í uppsetningu og kr.7.000 í mánaðargjald er hins vegar komni í kr. 405.000.  Þessir útreikningar eru ákaflega mikilvægir þegar tekin er ákvörðun um vefsíðu.

Kerfiseiningar og viðbætur

Í Drupal opna hugbúnaðinum fyrir vefsíður eru möguleikarnir nánast óendanlegir.  Fáir möguleikar sem vefsíður bjóða uppá í dag eru ekki í Drupal.  Einn af stóru kostunum við Drupal er að auðveldlega er hægt að bæta við kerfiseiningum eftir að vefsíðan er komin út á netið.  Þannig gæti fyrirtæki sem hefur sett upp einfalda vefsíðu með nokkrum tenglum auðveldlega bætti við Facebook like takka ef sú þörf kæmi skyndilega upp.  Einnig væri auðvelt að bæta við athugasemdakerfi.  Síst væri flókið að bæta við fréttakerfi eða atburðadagatali, og þannig mætti lengi telja.  Í dag starfa þúsundir forritara við að þróa Drupal vefumsjónarkerfið og eru fljótir að koma með nýungar.  Með því að vera með Drupal er einfaldlega hægt að sækja þessar viðbætur og smella inn í kerfið.  Engar slíkar viðbætur krefjast forritunar sem fyrirtækið þarf að greiða fyrir.

Aðgengilegt vefumsjónarkerfi sparar líka fjármuni

Margir sem hafa keypt aðgang að „sérsmíðuðu“ vefumsjónarkerfi haf gjarnan kvartað undan því hversu erfitt er að nota kerfið og hversu langt er í land að komast að því sem þarf að gera.  Þetta á einnig við í sumum kerfum eins og Joomla.   Í kennslumyndböndunum sem eru hérna á vefsíðunni okkar getur þú skoðað hvernig vefumsjónarkerfið í Drupal virkar.  Hvernig á að skipta um myndir, setja inn nýjar síður, búa til tengla og setja inn myndir svo fátt eitt sé nefnt.  Þar kemur líka fram að það er tiltölulega einfalt að læra á Drupal vefumsjónarkerfið.  Það er þess vegna ákaflega ólíklegt að þú þurfir að biðja einhvern annan að setja inn efni eins og stundum er því miður raunin.  Þú setur það inn sjálf eða sjálfur þegar þér hentar og þarft þess vegna hvorki að bíða eftir öðrum né greiða fyrir þann tíma.  Með því að hafa aðgengilegt vefumsjónarkerfi frá Drupal þarftu aldrei aftur að reiða þig á aðra en sjálfan þig.